Æft að nýju á höfuðborgarsvæðinu

Fulltrúar allra íþrótta- og tómstundamálasviða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og starfsfólki almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins ákváðu á fundi sínum í dag að meistaraflokkar og afrekshópar geti hafið æfingar að nýju í íþróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna og félaganna.

Hvert sveitarfélag ákveður hvenær starf getur hafist þar sem undirbúa þarf opnun í samstarfi við starfsfólk mannvirkjanna og í samræmi við strangar sóttvarnarreglur ÍSÍ, sérsambandanna, reglugerði heilbrigðisráðherra og fyrirmæli sóttvarnarlæknis.

Íþróttastarf barna fædd 2005 og síðar hefst ekki að svo stöddu og verður það metið í næstu viku í samstarfi við ÍSÍ og sóttvarnaryfirvöld.

Félögin á höfuðborgarsvæðinu geta því hafið blakæfingar á ný fyrir sína meistaraflokka með þeim takmörkunum sem koma fram í ítarefni Blaksambandsins um æfingar í sóttvarnarreglum BLÍ sem gefnar voru út í dag 21. október.

Blaksambandið brýnir enn frekar fyrir þjálfurum og iðkendum að fara eftir sóttvarnarreglum í einu og öllu, huga vel að eigin sóttvörnum og hjálpast að í baráttunni við veiruna.

Fréttatilkynning Almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins

Frétt á heimasíðu ÍSÍ