Strandblaksnefnd Blaksambands Íslands ákvað á fundi sínum um miðjan apríl dagsetningar og staðsetningar mótanna í strandblaki í sumar. Þau félög sem sóttu um mót fengu mót en allst verða 4 stigamót í sumar auk Íslandsmóts unglinga og fullorðinna.
Dagskráin í sumar
Stigamót 1 á Höfuðborgarsvæðinu, 18.-20. júní 2021 í umsjón Þróttar Reykjavík
Stigamót 2 á Þingeyri, 1.-4. júlí 2021 í umsjón Höfrungs
Stigamót 3 á Höfuðborgarsvæðinu, 15.-18. júlí 2021 í umsjón HK
Stigamót 4 í Kjarnaskógi á Akureyri, 5.-8. ágúst í umsjón KA
Íslandsmót fullorðinna á Höfuðborgarsvæðinu, 19.-22. ágúst í umsjón HK
Íslandsmót unglinga verður haldið sömu helgi.
Búist er við mikilli þátttöku í strandblakinu í sumar líkt og undanfarin ár og er verkefnið ærið fyrir nefndina og mótsstjórana að skipuleggja mótin. Skráning í mótin verður auglýst sérstaklega þegar nær dregur.