Strandblaksiðkun frá 4. maí

Samkvæmt yfirlýsingu yfirvalda um afléttingu samkomubanns þá hefur Strandblaksnefnd BLÍ  farið yfir forsendur þess að æfingar í strandblaki geti hafist og hvað strandblakarar verða að hafa í huga. Ákveðið hefur verið að leggja til að engar takmarkanir verði á iðkun strandblaks frá og með 4. maí og er eftirfarandi til grundvallar þeirri tillögu:

 • Strandblak er snertilaus íþrótt, þ.e. ekki er ætlast til að leikmenn snertist við iðkun
 • Strandblak er spilað í litlum, fámennum hópum
 • Snertifletir á milli hópa eru ekki til staðar, að því gefnu að hver hópur noti eigin bolta og láni ekki á milli hópa
 • Fjöldi iðkenda er fámennur á  hverjum æfingartíma. Samkvæmt tilmælum yfirvalda skal mest vera sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll.
 • Engin sameiginleg aðstaða þarf að vera til staðar fyrir iðkendur

Mikilvæg atriði sem skal fara eftir:

 • Virða tveggja metra reglu eins og kostur er.
 • Sleppa óþarfa snertingum, þ.e. handaböndum, ‘high-five’ o.þ.h.
 • Þvo hendur og spritta fyrir leik
 • Spritta bolta fyrir leik
 • Spila með að hámarki 4 leikmenn á hverjum velli
 • Nota skal eigin bolta og ekki má lána bolta á milli hópa
 • Huga skal vel að hreinlæti, handþvotti og notkun handspritts.

Til þess að við getum með öruggum hætti hafið æfingar í strandblaki og tryggt að æfingar geti haldið áfram er það á ábyrgð okkar allra að fara í einu og öllu eftir þeim tilmælum sem yfirvöld setja fram á hverjum tíma. Njótum þess að komast í sandinn á sama tíma og við tryggjum öryggi hvors annars.