Tap og sigur á lokadegi NEVZA U19

Íslensku krakkarnir í U19 luku keppni fyrr í dag þegar þau léku lokaleiki sína í Finnlandi.

Strákarnir gerðu vel og hefndu ófaranna í gær þegar þeir unnu England 3-2 (25-19, 26-28, 25-19, 20-25, 17-19) í æsispennandi leik. Með sigrinum tryggðu strákarnir sér 5. sætið á mótinu. Stigahæstir voru þeir Galdur Máni Davíðsson með 17 stig og Þórarinn Örn Jónsson með 15 stig.

Stelpurnar töpuðu sínum leik á móti Englandi 3-1 (26-28, 14-25, 25-18, 23-25) og enda því í 7. sæti og síðasta sæti mótsins. Stigahæstar í íslenska liðinu í dag voru þær Sara Ósk Stefánsdóttir með 12 stig og Matthildur Einarsdóttir með 10 stig.

Íslenskir dómarar á NEVZA

Það voru ekki bara íslenskir keppendur sem tóku þátt í mótinu en BLÍ sendi einnig tvo dómara út til Finnlands og stóðu þeir sig með stakri prýði.
Sævar Már Guðmundsson, alþjóðlegur dómari, og landsdómarinn Árni Jón Eggertsson hafa átt góða leiki í U19 mótinu í Finnlandi. Árni Jón dæmdi fimm leiki í mótinu og m.a. undanúrslitin í kvennaflokki milli Svíþjóðar og Danmerkur. Dæmdu þeir Árni og Sævar saman leik í morgun milli Færeyja og Englands kvenna en síðar í dag dæmir Sævar úrslitaleik í kvennaflokki milli Finnlands og Danmerkur og er það sjötti leikurinn sem hann dæmir í mótinu.

Sævar Már og Árni Jón saman á góðri stundu í Finnlandi