Þing á morgun

Ársþing Blaksambands Íslands fer fram á morgun í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þingið hefst kl. 10.00 og er búist við góðri mætingu þingfulltrúa.

Ársþingið er sá vettvangur sem hægt er að nýta til umræðna og breytinga á lögum og reglum Blaksambandsins. Nokkur fjöldi af tillögum hafa borist Blaksambandinu og er ljóst að þingið verður virkt.

Stefán Jóhannesson og Kristín Hálfdánardóttir eru að enda sitt kjörtímabil og hafa bæði ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Stefán kveður BLÍ nú eftir mörg ár í framlínunni en hann hefur verið varaformaður og formaður landsliðsnefndar BLÍ lengur en elstu menn muna. Við hjá sambandinu þökkum þeim báðum kærlega fyrir þeirra framlag til hreyfingarinnar.

Dagbjört Víglundsdóttir og Hrafnhildur Theódórsdóttir bjóða sig fram til setu í stjórn BLÍ næstu tvö árin og þá eru þau Valgeir Bergmann, Ásthildur Gunnarsdóttir og Steinn Einarsson í framboði til varastjórnar BLÍ til eins árs.

Ársskýrsla Blaksambandsins kom út í dag og má finna hana ásamt þinggögnum á heimasíðu BLÍ eða með því að smella hér. Þingið er rafrænt.