Þjálfaranámskeið BLÍ 1

BLÍ 1 þjálfaranámskeið verður haldið helgina 13. – 15. ágúst næstkomandi á Varmá í Mosfellsbæ. Námskeiðið er sérgreinahluti af 1 stigi ÍSÍ þjálfunarmenntunar og að loknu þessu námskeiði á þjálfarinn að geta skipulagt og stjórnað æfingatíma hjá börnum og unglingum á byrjendastigi. Til þess þarf hann að hafa grundvallarþekkingu á líkamlegum og andlegum þroska barna og unglinga. Hann þarf að þekkja starfsemi líkamans auk helstu aðferða við kennslu. Þjálfarinn á að kunna helstu grunnatriði í tækni, leikfræði og reglum í séríþróttagrein.

Í hlekknum hérna er að finna nánari upplýsingar og dagskrá námskeiðsins en það hefst á hádegi á föstudegi.

Skráning fer fram á bli.felog.is og er námskeiðsgjald 25.000kr.

Innifalið er öll kennsla og námsgögn og léttar veitingar á meðan á námskeiðinu stendur.