Um helgina fer fram fyrsta stigamótið í strandblaki sumarið 2021. Mótið er í höndum Þróttar Reykjavíkur og fer fram á völlunum við Laugardalslaug og í Fagralundi. Alls eru 70 lið skráð til leiks og verður spilað í 5 kvennadeildum og 3 karladeildum auk þess sem leikið verður í unglingaflokkum U15 drengja og stúlkna.
Mótið hefst á leikjum í deildakeppni á föstudag kl. 17.20 og er leikið fram á kvöld. Á laugardag er svo leikið þétt á báðum stöðum en úrslitaleikirnir í efstu deildinni verða kl. 14.00 á sunnudag við Laugardalslaug.
Nánara um liðin sem skráð eru til leiks og leikjaplan má finna á stigakerfi.net.
Við hvetjum fólk til að kíkja við á strandblakvöllunum um helgina og sjá flotta leiki og upplifa stemmninguna en veðurspáin virðist aðeins vera jákvæðari en í upphafi vikunnar.