Þremur leikjum frestað

Blaksambandið hefur í ljósi aðstæðna og í samráði við sóttvarnaryfirvöld tekið þá ábyrga afstöðu að fresta þremur leikjum sem voru á dagskrá um helgina vegna Covid-19.

Báðum leikjum Þróttar R og Þróttar Nes hefur verið frestað en fyrri leikurinn átti að hefjast kl. 15.00 í dag og sá síðari á morgun sunnudag kl. 13.00. Þá hefur leik Fylkis og KA í Mizunodeild karla sem vera átti í kvöld kl. 19.00 einnig verið frestað vegna Covid-19.