Engir blakleikir fyrr en í janúar 2021
Í ljósi ákvörðunar heilbrigðisráðherra um framlengingu á sóttvarnarreglum er ljóst að áfram verður æfinga- og keppnisbann hjá einstaklingum 16 ára og eldri hér á landi til 9. desember hið minnsta. Eftir þessar fréttir er jafnframt ljóst að keppni í blaki getur ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi í byrjun janúar 2021. Framhaldið ræðst svo af stöðu faraldursins og þeim takmörkunum sem gilda hverju sinni.
Mótanefnd og starfsmenn BLÍ vinna að nýju leikjaplani þegar ljóst er hvenær hægt verður að hefja keppni að nýju og upplýsa félögin strax í kjölfarið.