Tilkynning varðandi Steinöld

Fyrir tæpum þremur vikum var ákvörðun tekin af mótsnefnd Steinaldar, Öldungaráði og stjórn BLÍ að Steinöld 2020 yrði frestað til 18.-20. september 2020. Sú ákvörðun var tekin miðað við aðstæður á þeim tíma. Frá því að sú ákvörðun lá fyrir hafa reglulega komið fram nýjar upplýsingar um framþróun faraldsins og í ljósi þeirra upplýsinga hefur mótsnefnd Steinaldar og stjórn BLÍ verið með til umfjöllunar að endurskoða ákvörðun um dagsetningu Steinaldar.

Vinna við þá endurskoðun er í fullum gangi hjá mótshöldurum og unnar í fullu samráði við stjórn og starfsmenn BLÍ sem og Öldungaráð. Þessi vinna er umfangsmikil og mun taka smá tíma en vænta má þess að niðurstaða komi fljótlega.

Við viljum því biðja öldunga um að sýna biðlund og þolinmæði á meðan þeirri vinnu stendur.

F.h. Steinöld 2020
Óskar Þórðarson, Öldungur