U17 landsliðin æfðu ásamt U19 liðunum um helgina í stórum æfingabúðum um helgina. Von er á lokahópum U19 liðanna fljótlega.
Þjálfarar U17 drengja eru Massimo Pistoia og Hafsteinn Valdimarsson. Þeir hafa valið 12 manna lokahóp
Sverrir Bjarki Svavarsson, Vestri
Sigurður Kári Harðarson, HK
Magni Þórhallsson, Afturelding
Jökull Jóhannsson, HK
Jakob Kristjánsson, Þróttur N
Hreinn Kári Ólafsson, Völsungur
Aron Bjarki Kristjánsson, Völsungur
Emil Már Diatlovic, HK
Gunnar Trausti Ægisson, Keflavík
Agnar Óli Grétarsson, BF
Sigurður Helgi Brynjúlfsson, Völsungur
Hjalti Karl Jónsson, Völsungur
Þjálfarar U17 stúlkna eru Tamas Kaposi og Tamara Kaposi-Peto. Þau hafa valið 12 manna lokahóp
Heba Sól Stefánsdóttir, HK
Lejla Sara Hadziredzepovic, HK
Agnes Björk Ágústsdóttir, Völsungur
Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal, HK
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir, Völsungur
Kristey Marín Hallsdóttir, Völsungur
Randíður Anna Vigfúsdóttir, Þróttur Nes
Sigrún Marta Jónsdóttir, Völsungur
Jórunn Ósk Magnúsdóttir, Afturelding
Sigrún Anna Bjarnadóttir, Völsungur
Helena Einarsdóttir, HK
Amelía Ýr Sigurðardóttir, KA
Í NEVZA mótinu í IKAST verða fjögur lið í hvorum flokki drengja og stúlkna, Danmörk, Færeyjar og Noregur auk Íslands. Leikn verður einföld umferð og einföld úrslit á lokadeginum þann 20. október en hægt verður að fylgjast með gangi mála á Facebook síðu mótsins.
Stúlknalið Íslands spilar fyrsta leik gegn Dönum kl. 11.00 mánudaginn 18. október og drengjaliðið svo við Dani kl. 13.00. Síðar um daginn eigast svo við Ísland og Færeyjar í stúlknaflokki, eða kl. 17.00. Sömu lið í drengjaflokki mætast svo kl. 09.00 á þriðjudeginum 19. október en kl. 15.00 þann dag eigast við Ísland og Noregur og drengjaliðin svo kl. 17.00.
Úrslitadagurinn er svo 20. október en þá er leikið um bronsið fyrri hluta dags og gullið seinni hluta dags.
Íslensku U17 landsliðin munu æfa laugardaginn 16. október og halda síðan til Danmerkur á sunnudagsmorgun. Áætluð heimkoma er á fimmtudagskvöld.