Unglingalandslið U17 hafa átt góða leiki í IKAST og er úrslitadagurinn framundan.
Kvennaliðið spilaði í fjórðungsúrslitum í morgun og áttu frábæran leik þrátt fyrir tap gegn Englandi. Varð því ljóst að liðið spilar í umspili um 5.-7. sæti ásamt Grænlandi og Noregi. Báðir leikir Íslands eru á morgun fimmtudag, kl. 09.00 (07:00 íslenskum tíma) við Grænland og kl. 13.00 (11:00 íslenskum tíma) gegn Noregi.
Drengjaliðið spilaði frábæran leik við Noreg í morgun þar sem liðið vann fyrstu tvær hrinurnar sannfærandi. Eftir tap í næstu tveimur hrinum var leikin oddahrina sem endaði með sigri Norðmanna. Seinni partinn í dag spilaði Íslands síðan við topplið keppninnar Svíþjóð og vann 3-0 sigur í hörkuleik. Ísland er komið með 9 stig í keppninni og spilar um bronsverðlaun á morgun en sá leikur er kl. 11.00 (09:00 íslenskur tími) annað hvort á móti Dönum eða Norðmönnum.
Minnum á útsendingu frá leikjunum á www.volleytv.dk