U19 hóparnir klárir

U19 ára landsliðin fara til Kuortane í Finnlandi í lok október. Landsliðsþjálfarar hafa valið í liðin og eru þau tilkynnt í dag.

NEVZA mót U19 hefur verið haldið í Kettering á Englandi undanfarin þrjú ár en nú er breyting á staðsetningu. Finnska Blaksambandið er nú tekið við sem skipuleggjandi mótsins og verður það haldið í Kuortane í ár, dagana 25.-27. október. Landsliðsþjálfarar liðanna hafa nú klárað val sitt eftir æfingahelgi um síðustu helgi.

Tihomir Paunovski er aðalþjálfari drengjaliðsins og honum til aðstoðar er Egill Þorri Arnarsson.

Leikmenn U19 kk
Andri Snær Sigurjónsson, Þróttur Nes
Galdur Máni Davíðsson, Þróttur Nes
Sigvaldi Örn Óskarsson, Afturelding
Elvar Örn Halldórsson, HK
Markús Ingi Matthíasson, HK
Valens Torfi Ingimundarson, HK
Sölvi Páll Sigurpálsson, KA
Gísli Marteinn Baldvinsson, KA
Þórarinn Örn Jónsson, Þróttur Nes
Hilmir Berg Halldórsson, Afturelding
Hafsteinn Sigurðsson, Vestri
Hermann Hlynsson, HK

Borja Gonzalez Vicente er aðalþjálfari stúlknaliðsins en honum til aðstoðar er Ragnar Ingi Axelsson. Þjálfarar hafa valið lokahópinn eftir æfingahelgi um daginn. Kvennaliðið æfir 11.-13. október að Varmá í Mosfellsbæ.

Leikmenn U19 kvenna
Líney Inga Guðmundsdóttir, HK
Sara Ósk Stefánsdóttir, HK
Daníela Grétarsdóttir, Afturelding
Arna Sólrún Heimisdóttir, HK
Matthildur Einarsdóttir, HK
Birta Rós Þrastardóttir, Afturelding
Eldey Hrafnsdóttir, Þróttur Reykjavík
Kristín Fríða Sigurborgardóttir, Afturelding
Tinna Rut Þórarinsdóttir, Þróttur Nes
Amelía Rún Jónsdóttir, Þróttur Nes
Valdís Kapitola Þorvarðardóttir, KA
Auður Benediktsdóttir, Vestri.