Hársbreidd frá sigri á Evrópumóti smáþjóða

Íslenska karlalandsliðið í blaki mætti því færeyska í lokaleik Evrópukeppni Smáþjóða sem haldin var Færeyjum um helgina.
Íslenska liðinu, sem skipað var ungum og efnilegum leikmönnum í bland við nokkra reynslubolta, dugði að vinna 2 hrinur í leiknum til að tryggja sér sigur á mótinu eftir gott gengi í fyrri leikjum. Það gekk þó ekki eftir og tapaðist leikurinn 3-1 og niðurstaðan því 3ja sætið.

Færeyska liðið sýndi tennurnar í leiknum og var mikil barátta milli liðanna í öllum hrinum. Færeyjar unnu fyrstu hrinuna 25-22, Ísland kom svo til baka og vann aðra hrinuna 21-25 eftir að hafa verið komið með bakið upp að vegg með 18 stig gegn 21. Þá átti Kristján Valdimarson uppgjöf og náði 7 uppgjöfum í röð og staðan orðin 1-1 í leiknum.
Þriðja hrinan var Færeyinga sem unnu hana 22-25. Ísland varð því að tryggja sé oddahrinu til að vinna mótið en eftir hörkubaráttu þar sem liðin skiptust á forystu fór svo að Færeyjar unnu 25-21, og leikinn því samtals 3-1.

Þetta þýddi að þrjú lið voru jöfn með 2 sigurleiki og 6 stig. Öll liðin unnu 7 hrinur og töpuðu fjórum og var því gripið til stigahlutfallsins til að skera úr um úrslit en Ísland var með lakasta hlutfallið og endaði í þriðja sæti. Skotar unnu mótið með besta hlutfallið og Færeyingar í öðru sæti. Grænlendingar unnu ekki hrinu í mótinu og enduðu því neðstir.