Íslenska U19 landsliðið verður tilkynnt á morgun en framundan er SCA mót á Laugarvatni. Í mótið koma lið frá Gibraltar, Færeyjum og Möltu auk íslenska liðsins en leikdagar eru föstudagurinn 3. september, laugardagurinn 4. september og sunnudagurinn 5. september.
Föstudagur 3. september kl. 17.00 Ísland – Gíbraltar
Föstudagur 3. september kl. 20.00 Færeyjar – Malta
Laugardagur 4. september kl. 14.00 Malta – Ísland
Laugardagur 4. september kl. 17.00 Gíbraltar – Færeyjar
Sunnudagur 5. september kl. 14.00 Malta – Gíbraltar
Sunnudagur 5. september kl. 17.00 Ísland – Færeyjar
Öllum leikjum verður streymt á netinu og munum við auglýsa það sérstaklega þegar nær dregur hvar streymið verður. Áhorfendur eru leyfðir með tilliti til sóttvarna og reglna þar um.
Við hvetjum alla sem eiga leið um Laugarvatn að kíkja á fyrstu landsleikina í tæp tvö ár en leikið verður í íþróttamiðstöðinni þar.