U19 liðið valið

Landsliðsþjálfarar U19 liðs kvenna hafa valið lokahóp sinn fyrir SCA á mótið á Laugarvatni um næstu helgi. Borja Gonzalez Vicente og Thelma Dögg Grétarsdóttir eru þjálfarar liðsins og hafa valið eftirtalda leikmenn í lokahóp.

Líney Inga Guðmundsdóttir, HK
Daníela Grétarsdóttir, Afturelding
Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir, KA
Arna Sólrún Heimisdóttir, HK
Rut Ragnarsdóttir, Afturelding
Heiðbrá Björgvinsdóttir, KA
Ester Rún Jónsdóttir, Þróttur Nes
Valdís Unnur Einarsdóttir, Afturelding
Jóna Margrét Arnarsdóttir, KA
Heba Sól Stefánsdóttir, HK
Agnes Björk Ágústsdóttir, Völsungi
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir, Völsungi
Helena Einarsdóttir, HK
Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal, Vestri.

Liðið spilar á föstudag kl. 17.00 gegn Gíbraltar. Þjóðin er partur af SCA samtökunum en langt er síðan lið hefur verið sent í keppni á vegum SCA. Ísland spilar síðan við Möltu á laugardaginn kl. 14.00 og svo Færeyjar í lokaleik sínum á sunnudag kl. 17.00. Mótið er stakt og verða verðlaun veitt í lok móts.

Við hvetjum alla til að kíkja á Laugarvatn um helgina og sjá fyrstu landsleiki Íslands í tæp tvö ár.
Myndin við fréttina er frá æfingum liðsins á Húsavík um liðna helgi, tekin af Lúðvíki Kristinssyni.