Umsókn um mótshald í strandblaki sumarið 2021

Strandblaksnefnd BLÍ hefur opnað fyrir umsóknir frá mótshöldurum fyrir stigamót og Íslandsmót sumarið 2021. Eftirfarandi dagsetningar eru til skoðunar hjá nefndinni, taka þarf sérstaklega fram ef sótt er um aðra tímasetningu en tillögur eru um.

  1. Stigamót 18. – 20. júní 2021
  2. Stigamót 1. – 4. júlí 2021
  3. Stigamót 15. – 18. júlí 2021
  4. Stigamót 5. – 8. ágúst 2021

Íslandsmót í Strandblaki 19.- 22. ágúst 2021 Vinsamlegast athugið að Strandblaksnefnd BLÍ er með nýtt netfang: strandblak@bli.is og er hægt að senda póst þangað til að sækja um að halda mót eða fá frekari upplýsingar.