Unbrokendeildir

Unbrokendeildirnar eru efstu deildir í blaki á Íslandi tímabilið 2025-2026.

8 lið eru skráð í Unbrokendeild karla: Afturelding, Hamar, HK, KA, Vestri, Völsungur, Þróttur Fjarðabyggð og Þróttur Reykjavík. Spiluð er þreföld umferð í deildinni en efstu fjögur liðin tryggja sér sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn.
Leikir í Unbrokendeild karla eru merktir í dökkbláu í teamup dagatal BLÍ.

Unbrokendeild karla – mótakerfi – leikir, úrslit, tölfræði og fleira

6 lið eru skráð í Unbrokendeild kvenna: Afturelding, HK, KA, Völsungur, Þróttur Fjarðabyggð og Þróttur Reykjavík. Spiluð er fjórföld umferð í deildinni og efstu fjögur liðin tryggja sér sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn.
Leikir í Unbrokendeild kvenna eru merktir í dökkbláu í teamup dagatal BLÍ.

Unbrokendeild kvenna – mótakerfi – leikir, úrslit, tölfræði og fleira

Sýnt er frá öllum leikjum Unbrokendeilda annað hvort í gegnum einfalt streymi í gegnum mótasíðu BLÍ (stundum talað um genius búnað -> https://bli-web.dataproject.com/MainStreaming.aspx?filsts=onto
Í hverjum mánuði eru svo nokkrir leikir valdir til þess að fara í beina útsendingu í gegnum Livey áskriftarsíðuna en þá er búin til flottari umgjörð í kringum útsendinguna og greiða þarf mánaðaráskrift til þess að fá aðgang að því efni -> https://watch.livey.events/

Miðasala á leiki fer fram í gegnum Stubb appið eða stubb.is

Skjöl fyrir félög með lið í Unbrokendeildum:

Tölfræðigreining
Leiðbeiningar varðandi útsendingar

Leikmenn með keppnisleyfi í Unbrokendeildum

Markaðsefni