Blaksamband Íslands uppfærir nú sóttvarnarreglur sínar sem samþykktar eru af ÍSÍ og yfirvöldum.
ÍSÍ hefur samræmt reglurnar enn frekar við önnur sérsambönd og er nú komið inn viðbætur frá hverju sérsambandi þar sem íþróttir eru mismunandi og þó öll að vinna að sama markmiði með þessar reglur.
Helstu breytingar í uppfærðu skjali snýr að áhorfendum, frekari útlisting á Varamannabekkjum og þeirri aðferð sem beitt verður við skiptingu leikhelminga og slíkt. Endilega kíkið á reglurnar hér í hlekknum.
Blaksamband Íslands leggur áherslu á við félögin að kynna þessar reglur sérstaklega fyrir leikmönnum, þjálfurum og starfsmönnum og fara eftir þeim svo hægt verði að æfa og keppa á komandi keppnistímabili.
Sóttvarnarreglur BLÍ hafa þegar tekið gildi og gilda þar til annað er tilkynnt.
Í samræmi við sóttvarnarreglur BLÍ ber aðildarfélögunum að tilkynna hver sé þeirra sóttvarnarfulltrúi á bli@bli.is og auglýsa það sérstaklega.