Á hátíðinni var úrvalslið ársins kynnt og veitt voru verðlaun til einstaklinga vegna árangurs í Úrvalsdeildum karla og kvenna. Bestu og efnilegustu leikmenn voru útnefndir ásamt dómara ársins og sérstök félagsverðlaun voru afhent fyrir umgjörð leikja. Það eru þjálfarar og fyrirliðar félaganna í Úrvalsdeild sem kjósa í rafrænni kosningu ár hvert og voru niðurstöðurnar eftirfarandi.
Bestu leikmenn Úrvalsdeildar
Thelma Dögg Grétarsdóttir, Aftureldingu
Hristiyan Dimitrov, HK
Efnilegustu leikmenn Úrvalsdeildar
Sóldís Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal, HK
Karol Duda, Vestra
Úrvalsdeild karla
Stigahæstur í sókn var Hristiyan Dimitrov, HK
Stigahæstur í hávörn var Kristján Valdimarsson, Hamri
Stigahæstur í uppgjöfum var Juan Manuel Escalona, Vestra
Stigahæstur samtals var Hristiyan Dimitrov, HK
Úrvalsdeild kvenna
Stigahæst í sókn var Thelma Dögg Grétarsdóttir, Aftureldingu
Stigahæst í hávörn var Paula Miguel de Blaz, Þróttur Fjarðabyggð
Stigahæst í uppgjöf var Thelma Dögg Grétarsdóttir, Aftureldingu
Stigahæst samtals var Tea Andric, KA
Félagsverðlaun voru veitt til blakdeildar Þróttar Fjarðabyggðar að þessu sinni en það eru stjórn BLÍ, starfsmenn BLÍ og dómarar sem leggja mat á bestu umgjörð hjá félögunum.
Besti dómari tímabilsins.
Sævar Már Guðmundsson var útnefndur dómari ársins í fimmta skiptið í röð en hann hefur alls 13 sinnum hlotið þessa útnefningu á ferlinum.