Úrslit Ofurbikars BLÍ á sunnudag

Um helgina hafa 10 Mizunodeildarlið spilað í Ofurbikarnum á Akureyri. Eftir undankeppnina stendur Afturelding á toppnum, bæði í karlaflokki og kvennaflokki. Úrslitaleikirnir fara fram á morgun sunnudag og eru í beinni útsendingu á KA TV.

Úrslitadagurinn á morgun hefst á leikjum um þriðja sætið kl. 09.00 í fyrramálið en í karlaflokki mætast HK og Þróttur Nes. Í kvennaflokki mætast KA og Þróttur Nes en báðir leikirnir eru á dagskrá á sama tíma og eru fullvaxta leikir þar sem vinna þarf þrjár hrinur. Úrslitaleikirnir sjálfir verða svo á aðalvellinum í KA heimilinu í frábærri umgjörð og í beinni útsetningu á SportTV.

Úrslitaleikur kvenna hefst kl. 11.30 en þá mætast Afturelding og HK.

Úrslitaleikur karla hefst kl. 14.00 en þá mætast Afturelding og KA.