Mótahald yngri flokka – opið fyrir umsóknir

2. flokkur Aftureldingar

Mótanefnd hefur opnað fyrir umsóknir vegna mótahalds yngri flokka. Allar umsóknir skulu berast til mótastjóra á netfangið motastjori@bli.is.

Allar upplýsingar um að mótahald yngri flokka er að finna inn á síðu yngri flokka: https://bli.is/yngriflokkamot/

Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 16. september nk.

Mótahelgar og umsóknir 

Félög geta nú sótt um að halda mót en mótanefnd BLÍ fer yfir umsóknir og úthlutar mótum í framhaldinu. Umsóknir skulu berast til mótastjóra á netfangið motastjori@bli.is . 

Í umsókninni skal tilgreina hvaða helgi sé óskað eftir og hversu marga velli félagið hefur upp á að bjóða. Umsækjendur verða að gera ráð fyrir að keppni á Íslands- og bikarmóti fari fram frá föstudegi til sunnudags, þó líklegast sé að laugardagur og sunnudagur dugi til. 

Þau félög sem óska eftir að halda Héraðsmót verða að tilgreina hvorn daginn mótið mun fara fram, þar sem um er að ræða eins dags mót. 

Dagsetningar móta

Héraðsmót
(Fyrirkomulag í höndum mótshaldara hverju sinni – allar frekari upplýsingar eru inn á síðu yngriflokkamóta á heimasíðu BLÍ)

 • Héraðsmót 3.-4. október 
 • Héraðsmót 28.-29. nóvember 
 • Héraðsmót 30.-31. janúar 

Íslandsmót
(Fyrirkomulag í höndum mótanefndar BLÍ – allar frekari upplýsingar eru inn á síðu yngriflokkamóta á heimasíðu BLÍ)

 • Íslandsmót 24.-25. október: U15 og U12 drengja / U14 og U12 stúlkna – Einungis 3ja manna blak
 • Íslandsmót 8.-9. maí: U18 og U15 drengja  / U16 og U14 stúlkna – Einungis 6 manna blak
  *Mögulega færist keppni í U18 kk og U16 kvk á helgina 15.-16. maí. Verið að skoða þann möguleika með tilliti til þess að fleiri lið geti tekið þátt. 
 • Íslandsmót 15.-16. maí: Íslandsmót U12 / meistaramót U10 og U8  – Einungis 3ja manna blak

Bikarmót (allar frekari upplýsingar eru inn á síðu yngriflokkamóta á heimasíðu BLÍ)

 • Bikarmót yngri flokka 20.-21. febrúar 

Skráning í mót

Þegar umsóknir hafa borist og BLÍ búið að tilkynna um mótsstaði þá verður opnað fyrir skráningar í mótin. Hvað Héraðsmótin varðar þá er það mótshaldari á hverjum stað sem heldur utan um skráningar og fyrirkomulag mótsins. Lið innan þess héraðs verða því að vera meðvituð um að eiga samskipti sín á milli svo hægt sé að gera eins vel og kostur er hverju sinni.

Mótsgjöld og verðlaun 

BLÍ innheimtir mótsgjöld Íslands- og bikarmóta við skráningu. Mótsgjöld fyrir tímabilið 2020-2021 verða eftirfarandi: 

 • 6 manna lið:                        kr. 20.000.- 
 • 3 manna lið:                        kr. 12.000.- 
 • Mótsgjald skal greiða í síðasta lagi 10 dögum fyrir hvert mót og er gjaldið óafturkræft. 
 • BLÍ sér um verðlaun á Íslands- og Bikarmótum og þátttökuverðlaun U10 og yngri. 
 • Mótshaldari ákveður og innheimtir gjald fyrir gistingu og fæði á hverju móti fyrri sig. 
 • Mótshaldari ákveður hvort innheimt séu mótsgjöld á héraðsmótum. Einnig hvort veitt eru verðlaun, þátttökuverðlaun eða annað gert þátttakendum til skemmtunar. 

Mótakerfi

Verið er að kanna hvaða mótakerfi verður notað fyrir yngriflokka í vetur. Í fyrra var notast við kerfi sem hafði bæði heilmarga kosti en vissulega galla líka. Mótanefnd er að skoða þessi mál og vonandi fljótlega verður hægt að upplýsa hver sú lending verður.