Búið er að opna fyrir skráningu á Íslandsmót yngri flokka en mótin verða haldin í maí mánuði.
Keppni í U18 og U15 karla ásamt U16 og U14 kvenna fer fram í Neskaupstað helgina 8.-9. maí þar sem keppt verður í 6 manna blaki.
Keppni í U12, U10 og U8 fer fram helgina 15.-16. maí á Ísafirði.
Frekari upplýsingar um keppnisfyrirkomulag mun berast þegar skráningar eru ljósar. Einnig gæti mótahald litast af þeim samkomutakmörkunum sem er í gildi á hverjum tíma. Mótanefnd hefur heimild til að raða mótinu upp út frá þeim forsendum sem liggja fyrir hverju sinni.
Ef félag ætlar að senda inn fleiri en eitt lið til þátttöku þá þarf að haka við flokkinn sem á að skrá ásamt því að tilgreina fjölda liða í dálkinn fyrir neðan (other). Það er nóg að skrifa tölustafinn 3 í dálkinn ef skrá á þrjú lið í viðkomandi keppnisflokk. Liðin fá þá tölustafi fyrir aftan heiti liðs (BF 1, BF 2 og BF 3) til að aðgreina þau í mótinu.
Skráningarhlekkinn er hægt að sækja HÉR en skráningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 14. apríl: