Þann 4. júní n.k ætlar BLÍ að halda starfsdag þar sem farið verður yfir öll málefni er varða hreyfinguna. Farið verður yfir nýafstaðið tímabil og við ræðum m.a. mótamál, útsendingamál, agamál, dómaramál, afreksmál, skólablak o.fl. Til að vel til takist er mikilvægt að fá fólk úr hreyfingunni inn í þessar umræður. Af nógu er að taka og þarna úti er mikið af fólki sem lætur sig málið varða og hefur sterkar skoðanir. Nánari dagskrá verður auglýst síðar en mikilvægt að þið takið daginn frá.