Deildarniðurröðun klár fyrir tímabilið 2020-2021

Blaksamband Íslands, merki

Í ár eru 101 lið skráð til þátttöku í Íslandsmótinu 2020-2021 – 69 kvennalið í sjö deildum og 32 karlalið í þremur deildum.

Í ár verður engin 1.deild karla en Fylkir, Hamar og Þróttur V. taka öll sæti í Mizunodeildinni þetta keppnistímabilið. BF óskaði í kjölfarið eftir sæti í 2.deild og því breytist nokkuð deildarfyrirkomulag í karlaflokki. Hamar og Þróttur V. áttu einnig lið í 1. deild og óskuðu í framhaldinu eftir sæti í 2. deild fyrir þau lið. Fyrir vikið fer einungis eitt lið upp úr 3. deild í 2. deild.

Álftanes 2 og UMFG óskuðu eftir sæti í 2. deild kvenna og því fór einungis eitt lið upp úr 3. deild eftir síðasta tímabil, þrjú lið fóru upp úr 4. deild, tvö upp úr 5. deild og 6. deild.
Sex ný lið voru skráð til leiks og hefja þau öll leik í 6. deild á nýju tímabili.

Búið er að senda út fyrstu drög að leikjafyrirkomulagi í Mizuno- og 1. deild til félaganna og nú er verið að vinna úr þeim ábendingum sem bárust. Fljótlega verður hægt að opinbera leikjaniðurröðunina fyrir komandi tímabil.

Mótanefnd er að vinna að tillögu um komandi tímabil og hvaða regluverk verður notað ef til þess kemur að tímabilinu verður frestað eða alfarið blásið af aftur vegna COVID-19. Tillagan verður lögð fyrir stjórn BLÍ til samþykktar en í grunninn hljómar hún þann veginn að mótið stendur og telst gilt ef búið er að leika 2/3 af mótinu.
Í neðri deildunum þýðir það að tvö af þremur helgarmótum hafa farið fram og í efstu tveimur deildunum ef 67% af heldarleikjafjölda deildarinnar sé lokið. Meðaltals stigafjöldi er þá það sem telur á þeim tímapunkti.

Verið er að vinna við uppsetningu á nýjum deildum í mótakerfi BLÍ. Sú vinna klárast vonandi á næstu dögum.

Mótanefnd er að fara yfir og vinna úr umsóknum vegna helgarmóta vetrarins. Um leið og sú vinna klárast þá verða mótsstaðir fyrir Íslandsmót neðri deilda gefnir út.

Karla- og kvennadeildir tímabilsins 2020-2021

Efsta deild karla
1. Afturelding
2. Álftanes
3. Fylkir
4. Hamar
5. HK
6. KA
7. Vestri
8. Þróttur N.
9. Þróttur Vogum

 

2. deild karla
1. Hamar C
2. BF
3. HKarlar
4. Þróttur V. C
5. Þróttur N. C
6. Fylkir V
7. BFH
8. Hrunamenn
9. Álftanes C
10. Fylkir C
11. UMFL
12. Völsungur Classic

3. deild karla
1. ÍFB
2. Völsungur
3. Hkarlarnir
4. Valur R. Fálkar
5. Þróttur R.
6. Rimar
7. UMFL Smali
8. BFH B
9. Þróttur V. D
10. BFH C
11. HK C

 

Efsta deild kvenna
1. Afturelding
2. Álftanes
3. HK
4. KA
5. Þróttur R.
6. Þróttur N.

1. deild kvenna
1. Afturelding B
2. HK B
3. Ýmir
4. BF
5. KA B
6. Völsungur
7. Afturelding X
8. Álftanes B
9. Fylkir

2. deild kvenna
1. Álftanes 2
2. UMFG
3. Sindri
4. Umf. Hjalti
5. Ýmir B
6. Þróttur R. C
7. Þróttur R. E
8. Fylkir B
9. HK G
10. HK H
11. BFH
12. Völsungur B

3. deild kvenna
1. Dímon/Hekla
2. Þróttur N.C
3. Bresi
4. Hrunamenn
5. HK C
6. Hamar
7. BF Súlur
8. Afturelding Ungar
9. KA Skautar
10. Leiknir F.
11. Umf. Efling (HSÞ)
12. Keflavík

4. deild kvenna
1. Álftanes C
2. HK F
3. Þróttur R. D
4. Afturelding Þrumur
5. Kormákur
6. Fylkir C
7. HK K
8. KA Krákur
9. BFH B
10. Dímon/Hekla 2
11. Hrunamenn C
12. KA Freyjur

5. deild kvenna
1. ÍBV
2. Afturelding Töff
3. Vestri B
4. Þróttur V.
5. ÍK B
6. HK E
7. Umf. Íslendingur
8. BFH C
9. Hrunamenn D

6. deild kvenna
1. Fram
2. HK Bellur
3. BFH D
4. UMFL
5. Rimar
6. Fram Blak
7. ÍK Dýfur
8. Afturelding Bombur
9. KA C