Reglur BLÍ um sóttvarnir v/Covid19

Blaksamband Íslands gefur út reglur samþykktar af ÍSÍ og yfirvöldum um æfingar, æfingaleiki og framkvæmd leikja á vegum BLÍ

Sóttvarnarreglur BLÍ

Blaksamband Íslands leggur áherslu á við félögin að kynna þessar reglur sérstaklega fyrir leikmönnum, þjálfurum og starfsmönnum og fara eftir þeim svo hægt verði að æfa og keppa á komandi keppnistímabili.

Reglurnar eiga við um blak og strandblak en Íslandsmótið í strandblaki er um næstu helgi og eru sérstakar reglur um það mót hér.

Sóttvarnarreglur BLÍ hafa þegar tekið gildi og gilda þar til annað er tilkynnt.

Í samræmi við sóttvarnarreglur BLÍ ber aðildarfélögunum að tilkynna hver sé þeirra sóttvarnarfulltrúi og auglýsa það sérstaklega.