Starfsárið var viðburðaríkt að vanda en stór hluti vinnunnar fór í undirbúning fyrir EM Smáþjóða, tvo riðla sem voru í Laugardalshöll 6.-8. júní 2014. Fyrir það mót var Daniele Capriotti ráðinn landsliðsþjálfari en sú ráðning er talin hafa verið mjög góð fyrir framtíðaruppbyggingu landsliðanna. Í ágúst 2013 varð lið Íslands Norðurlandameistari í strandblaki unglinga U19 kvk í Noregi. Í október kom upp mjög alvarleg agamál í blakleik sem leiddi til 10 mánaða leikbanns. Þá stóð einnig undirbúningur fyrir Smáþjóðaleikana 2015. Á starfsárinu var í fyrsta sinn ráðin inn aðstoð á skrifstofu BLÍ í sérverkefni eins og undirbúningur alþjóðlegs móts.