Annan í hvítasunnu fór fram yngri flokka mót fyrir aldursflokkana U12, U10 og U8 í KA heimilinu.
Það var mikið líf og fjör í KA heimilinu í gær, mánudaginn 24. maí, þegar hátt í 100 krakkar úr 26 liðum mættu og kepptu í blaki. Krakkarnir sem voru á aldursbilinu 8-12 ára léku listir sínar og ljóst þykir að þarna voru mættir öflugir blakarar. Framtíðin er björt og gaman að sjá framtíðarleikmenn spreita sig á vellinum.
Vegna Covid var ekki um eiginlegt Íslandsmót að ræða en ákveðið var með stuttum fyrirvara að halda dagsmót í staðinn fyrir hefðbundið Íslandsmót. Dagsmótið var með svipuðu sniði og héraðsmótin í vetur en þau heppnuðust afar vel.