Um helgina fór fram alþjóðleg keppni í blaki kvenna U19. Mótið var haldið af Blaksambandi Íslands og fór fram í íþróttahúsinu á Laugarvatni en þetta var fyrsta alþjóða blakkeppnin sem hefur verið haldin á Íslandi síðustu 2 árin.
Þátttökuþjóðirnar voru Ísland, Færeyjar, Gíbraltar og Malta. Lið Gíbraltar var að mæta í fyrsta sinn í alþjóðlegt mót á Íslandi.
Íslenska kvennalandsliðið stóð uppi sem sigurvegari eftir 3-2 sigur á Færeyjum á í úrslitaleik smáþjóðamóts kvenna U19.
Ísland vann fyrstu hrinuna 26-24 en færeyska liðið svaraði með 25-17 sigri í annarri hrinu. Ísland komst í 2:1 með 25-20 sigri í þriðju hrinu en aftur jafnaði færeyska liðið með 25-18 sigri í fjórðu hrinu.
Eftir æsispennandi oddahrinu vann íslenska liðið 15:10-sigur. Titilinn er sá fyrsti sem íslenska liðið vinnur, en úrslitaleikurinn tók 141 mínútur.
Blaksamband Íslands óskar leikmönnum, þjálfurum og starfsfólki liðsins innilega til hamingju með titilinn.