FIVB lýsir því yfir að Rússland og Hvíta-Rússland séu ekki gjaldgeng í alþjóðlegar og meginlandskeppnir í blaki.
Ákvörðunin tekur gildi þegar í stað og gildir þar til annað verður tilkynnt
Eftir að FIVB samþykkti að færa alla alþjóðlega blak viðburði frá Rússlandi, hefur stjórn FIVB gengið lengra og staðfest að öll rússnesk og hvítrússnesk landslið, klúbbar, embættismenn og íþróttamenn í strandblaki og snjóblaki verði ekki gjaldgengir til þátttöku blakkeppni eða sem þátttakendur í alþjóðlegum stjórnum og nefndum þar til annað verður tilkynnt.
FIVB hefur þungar áhyggjur af yfirstandandi stríði í Úkraínu og skelfilegum áhrifum þess á líf fólks og lýsir yfir fullri samstöðu frá blaksamfélaginu með íbúum Úkraínu með þeirri von að hægt verði að finna friðsamlega lausn sem fyrst.
Liknkur á frétt FIVB: https://www.fivb.com/en/about/news/fivb-declares-russia-and-belarus-not-eligible?id=96823