Kvennalið Íslands í blaki hélt til Lúxemborgar í lok maí og unnu þar til gullverðlauna á Evrópumóti smáþjóða (CEV SCA).
Í hópnum voru þær:
Auður Líf Benediktsdóttir
Daníela Grétarsdóttir
Dýrleif Hanna Sigmundsdóttir
Heba Sól Stefánsdóttir
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir
Helena Einarsdóttir
Kristey Marín Hallsdóttir
Líney Inga Guðmundsdóttir
Matthildur Einarsdóttir
Sara Ósk Stefánsdóttir
Sigrún Marta Jónsdóttir
Thelma Dögg Grétarsdóttir
Tinna Rut Þórarinsdóttir
Valdís Unnur Einarsdóttir
Þjálfari: Borja Gonzalez Vicente
Aðstiðarþjálfari: Egill Þorri Arnarson
Liðsstjóri: Einar Friðgeir Björnsson
Sjúkraþjálfari: Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir
Dómari: Guðný Rut Guðnadóttir
Sex lið hófu leik á mótinu og byrjaði Íslandi í B-riðli, ásamt Norður-Írlandi og Skotlandi. Lúxemborg, Malta og Írland skipuðu A-riðil. Ísland vann öruggan 3:0 sigur á Norður-Írlandi í fyrsta leik, en tapaði naumlega fyrir Skotlandi í öðrum leik. Fyrir vikið endaði Ísland í öðru sæti B-riðils og mætti Lúxemborg í undanúrslitum. Þar vann Ísland 3:2 eftir æsispennandi leik, þar sem úrslitin réðust í oddahrinu. Með sigrinum tryggði liðið sér annan leik gegn Skotlandi, nú í úrslitum mótsins. Ísland vann fyrstu og þriðju hrinuna, en Skotum tókst að jafna í annarri og fjórðu og réðust úrslitin í oddahrinu. Þar vann Ísland að lokum, 15:12, og leikinn í leiðinni 3:2.
Thelma Dögg Grétarsdóttir var valin besti leikmaður mótsins og þær Tinna Rut Þórarinsdóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir voru einnig í úrvalsliðinu.
Karlaliðið hélt svo til Edinborgar í Skotlandi um miðjan júní og unnu þeir til bronsverðlauna á sama móti.
Hópinn skipuðu:
Atli Fannar Pétursson
Aron Bjarki Kristjánsson
Hafsteinn Már Sigurðsson
Hafsteinn Valdimarsson
Hreinn Kári Ólafsson
Kristján Valdimarsson
Markús Ingi Matthíasson
Máni Matthíasson
Sigurður Helgi Brynjúlfsson
Sigurður Kári Harðarson
Sverrir Bjarki Svavarsson
Valens Torfi Ingumundarson
Þjálfari: Magnús Helgi Aðalsteinsson
Aðstoðarþjálfari: Tamás Kaposi
Liðsstjóri: Jason Ívarsson
Sjúkraþjálfari: Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir
Dómari: Sævar Már Guðmundsson
Ísland spilaði í B-riðli ásamt Írlandi og San Marínó. Í A-riðli spiluðu Skotar, Norður-Írland og Lúxemborg. Í fyrsta leik mótsins tapaði Ísland naumlega fyrir San Marínó en strákarnir spiluðu vel í öðrum leiknum og unnu Íra, 3:0 og enduðu því í öðru sæti riðilsins. Í undanúrslitum mætti Ísland sterku liði Lúxemborg og tapaðist sá leikur. Framundan var því leikur um bronsverðlaun þar sem Ísland mætti San Marínó öðru sinni á mótinu. Strákarnir unnu sterkan sigur, 3:1, og komu heim með bronsverðlaun.
Miðjumaðurinn Hafsteinn Valdimarsson var að loknu móti valinn í úrvalslið mótsins.
9 leikmenn voru að stíga sín fyrstu skref með A landsliðum á þessum mótum og fengu þau afhent bronsmerki BLÍ.
Aron Bjarki Pétursson
Auður Líf Benediktsdóttir
Dýrleif Hanna Sigmundsdóttir
Helena Einarsdóttir
Hreinn Kári Ólafsson
Kristey Marín Hallsdóttir
Sigurður Helgi Brynjúlfsson
Sigurður Kári Harðarson
Sverrir Bjarki Svavarsson
Blaksamband Íslands óskar öllum leikmönnum sem og þjálfarateymi innilega til hamingju með þennan stórglæsilega árangur.