Deildarkeppni 1. deildar karla lauk núna um helgina en ljóst var að Afturelding B hafði tryggt sér deildarmeistaratitilinn áður en leikjum helgarinnar lauk.
Lokaniðurstaða 1. deildar er hægt að sjá hér
Úrslitakeppni 1. deildar hefst 18. mars nk. en fjögur efstu lið 1. deildar, sem ekki eru B-lið, taka þátt í henni og spila um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn.
Leikið er heima og heiman en vinna þarf tvo leiki í undanúrslitum til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu. Þegar í úrslit er komið er sama fyrirkomulag og í undanúrslitum, þ.e. vinna þarf tvo leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum.
Þau lið sem hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum eru Fylkir, Hamar, Þróttur Vogum og BF. Fylkir og Hamar eru með heimaleikjarétt í undanúrslitum.
Fylkir leikur við BF og Hamar tekur á móti Þrótto Vogum í undanúrslitum. Eins og áður sagði hefst úrslitakeppni 1. deildar 18. mars leikdagar eru eftirfarandi:
18. mars – Undanúrslit LEIKUR 1:
Fylkir -BF
Hamar – Þróttur V.
20. mars – Undanúrslit LEIKUR 2:
BF – Fylkir
Þróttur V. – Hamar
22. mars – Undanúrslit LEIKUR 3 (ef þarf):
Fylkir – BF
Hamar – Þróttur V.
Úrslitin hefjast 27. mars en þar mætast sigurvegarar leikjanna í undanúrslitum. Leikdagar í úrslitum eru eftirfarandi:
27. mars – Úrslit LEIKUR 1
29. mars – Úrslit LEIKUR 2
3. apríl – Úrslit LEIKUR 3 (ef þarf).
Blaksamband Íslands óskar Aftureldingu til hamingju með deildarmeistaratitlinn.
Mynd: Facebook síða Blakdeildar Aftureldingar