Bikarhelgi BLÍ – Kjörísbikarinn 2022

Bikarhelgi BLÍ stendur sem hæst þessa dagana, 1.-3. apríl í Digranesi.

Í gær fóru fram tveir leikir í undanúrslitum karla þegar HK og Hamar mættust annars vegar og KA og Vestri hinsvegar. Hamar vann HK 3-1 og KA vann Vestra með sama mun.

Í dag kláruðust svo undanúrslitaleikir kvenna. Í fyrri leik dagsins mætti Afturelding liði Álftaness og vann Afturelding leikinn 3-1. Í seinni leik dagsins varð það KA sem tryggði sér síðasta sætið í úrslitunum þegar þær unnu lið Þróttar F. í hörku leik.

Undanúrslitin voru sýnd á Youtube rás Blaksambandsins og úrslitaleikirnir fara svo fram á morgun, sunnudaginn 3. apríl, en þeir verða sýndir á RÚV.

Hamar – KA mætast í úrslitum karla kl.13:00 og Afturelding – KA í úrslitum kvenna kl.15:15.

Karlaliðin í FINAL-4

HK
Hamar
Vestri
KA

Kvennaliðin í FINAL-4

Afturelding
Álftanes
KA
Þróttur Fjarðabyggð