Hamar er Kjörísbikarmeistari karla árið 2022

Það voru Hamarsmenn úr Hveragerði sem urðu bikarmeistarar í ár en þeir unnu KA 3-0 í hörkuleik. Tölurnar gefa ekki alveg rétta mynd af gangi leiksins en KA var inn í leiknum allan tímann.

Hamar varði þar með titilinn en þeir unnu lið Aftureldingar í úrslitum Kjörísbikarsins 2021.

Radoslaw Rybak var valinn besti leikmaður leiksins að honum loknum.

Blaksamband Íslands óskar Hamri innilega til hamingju með bikarmeistaratitilinn.