Nýr framkvæmdastjóri Blaksambands Íslands

Stjórn Blaksambands Íslands hefur gengið frá ráðningu Pálma Blængssonar í starf framkvæmdastjóra BLÍ.  

Pálmi hefur góða þekkingu á starfi íþróttaheyfingarinnar sem framkvæmdastjóri UMSB, formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms og í gegnum önnur verkefni sem hann hefur stýrt og tengjast m.a. Nóra og Sportabler .   Hann hefur áralanga reynslu og þekkingu af markaðsstörfum, er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur skipulagt fjölmarga íþróttaviðburði.   

Stjórn BLÍ býður Pálma velkominn og við hlökkum til að vinna með honum að þeim fjölmörgu spennandi verkefnum sem eru framundan hjá Blaksambandi Íslands þar sem reynsla hans og þekking mun nýtast okkur vel.

Pálmi tekur við keflinu af Sævari Má Guðmundssyni og hefur störf hjá BLÍ á komandi vikum.