Bikarmót yngri flokka um helgina

Helgina 8.-9. febrúar fer fram bikarmót yngri flokka í Kópavogi. Leikið verður í Digranesi og Fagralundi en leiknir verða 83 leikir yfir helgina.

Í ár verður sú breyting á að bikarmótið klárast alveg um þessa helgi en síðastliðin ár hafa úrslitaleikir yngri flokka verið leiknir á Bikarhelgi BLÍ í mars – samhliða úrslitaleikjum í meistaraflokki.

Allar frekari upplýsingar um bikarmót yngri flokka er hægt að nálgast HÉR