Umsóknir fyrir sumarið 2020

Strandblaksnefnd BLÍ hefur opnað fyrir umsóknir frá mótshöldurum fyrir stigamót og Íslandsmót sumarið 2020. Eftirfarandi dagsetningar eru til skoðunar hjá nefndinni:

Stigamót 1: 6.-7. júní
Stigamót 2: 20.-21. júní
Stigamót 3: 4.-5. júlí
Stigamót 4: 18.-19. júlí
Stigamót 5: 25.-26. júlí
Íslandsmótið í Strandblaki: 8.-9. ágúst.

Vinsamlegast athugið að Strandblaksnefnd BLÍ er með nýtt netfang: strandblak@bli.is og er hægt að senda póst þangað til að sækja um að halda mót eða fá frekari upplýsingar.