Blaðamannafundur BLÍ – 18. desember

Miðvikudaginn 18. desmber nk. kl.12:15, fer fram blaðamannafundur á vegum Blaksambandsins í höfuðstöðvum ÍSÍ, nánar tiltekið í fundarsal E á þriðju hæð í íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:
– Undirritaður verður samstarfssamningur við Kjörís
– Dregið í 8 liða úrslitum Kjörísbikarsins
– Uppgjör fyrrihluta tímabilsins í Mizunodeild karla og kvenna
– Blakfólk ársins kunngjört

Kjörísbikarinn

Á morgun, föstudag, fer fram einn leikur í Kjörísbikarnum þegar KA Krákur og Völsungur mætast í 3. umferð kvenna á Akureyri. Leikurinn, sem hefst kl.20:00, er sá seinasti áður en dregið verður í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar þann 18. næstkomandi.

Eftirfarandi lið verða í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrslitin:

Hjá körlunum eru það úrvalsdeildarliðin Afturelding, Álftanes, HK, KA, Þróttur N. og Vestri ásamt 1.deildarliðunum Hamri og Þrótti Vogum.

Hjá konunum eru það úrvarlsdeildarliðin Afturelding, Álftanes, HK, KA, Þróttur N. og Þróttur R. ásamt 1. deildarliði Fylki og svo annað hvort 5. deildarlið KA Kráka eða 1. deildarlið Völsungs sem bætast í pottinn að loknum leik þeirra annað kvöld.

Það ræðst því á morgun, föstudag, hvaða átta lið verða í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrsltum kvenna þann 18. desember.

Uppgjör fyrrihluta tímabils

Líkt og síðastliðin ár þá stendur BLÍ fyrir uppgjöri á liði fyrrihluta tímabilsins þar sem leikmenn og þjálfara eru heiðraðir.

Þjálfarar og fyrirliðar félaganna í efstu deild karla og kvenna kjósa bestu leikmenn fyrrihlutans í rafrænni kosningu sem stendur opin frá 13. desember til 15. desember.

Undirritun samnings við Kjörís

Það er mikið fagnaðarefni fyrir Blaksambandið að tilkynna það hér með að Kjörís verður áfram aðalstyrktaraðili bikarkeppni BLÍ til næstu þriggja ára. Undirritaður verður samningur við Kjörís um áframhaldandi samstarf nk. miðvikudag en Kjörís hefur sl. þrjú ár verið aðalstyrktaraðili bikarkeppninnar.

Blakfólk ársins 2019

Eins og tíðkast á þessum árstíma þá kunngjörir Blaksamband Íslands hverjir það voru sem hlutu útnefninguna blakfólk ársins 2019.