Vegna sóttvarna þá verður viðburðinum einungis opinn fjölmiðlum og þeim sem hafa nú þegar fengið boð um að mæta. Viðburðurinn verður í beinu streymi fyrir áhugasama í gegnum Facebook síðu BLÍ.
Dagskrá blaðamannafundarins:
– Undirritaður verður samningur við Errea
– Dregið í 8 liða úrslitum Kjörísbikarsins
– Uppgjör fyrri hluta tímabilsins í Úrvalsdeild karla og kvenna
– Blakfólk ársins kunngjört
Kjörísbikarinn
Eftirfarandi lið verða í pottinum þegar dregið verður í 8 liða úrslitin.
Í karlaflokki eru það Úrvalsdeildarliðin Afturelding, HK, KA, Þróttur Fjarðabyggð, Vestri, Fylkir, Þróttur Vogum og núverandi bikarmeistarar í Hamri sem eru í pottinum.
Í kvennaflokki eru það úrvarlsdeildarliðin Afturelding, Álftanes, KA, Þróttur Fjarðabyggð, Þróttur R., Völsungur og núverandi bikarmeistarar í HK sem eru í pottinum ásamt 4. deildarliði Keflavíkur.
Uppgjör fyrri hluta tímabils Úrvalsdeildar
Líkt og síðastliðin ár þá stendur BLÍ fyrir uppgjöri á liði fyrri hluta tímabilsins þar sem leikmenn og þjálfarar eru heiðraðir.
Þjálfarar og fyrirliðar liðanna í Úrvalsdeild karla og kvenna hafa kosið bestu leikmenn fyrri hlutans í rafrænni kosningu.
Undirritun samnings við Errea
Það er mikið fagnaðarefni fyrir Blaksambandið að tilkynna það hér með að Errea mun sjá um allan æfinga- og keppnisbúnað landsliðanna til næstu fjögurra ára.
Blakfólk ársins 2021
Eins og tíðkast á þessum árstíma þá kunngjörir Blaksamband Íslands hverjir það voru sem hlutu útnefninguna blakfólk ársins 2021.