EM hópurinn farinn af stað

Í morgun fóru U17 lið stúlkna og U18 lið drengja af stað til Danmerkur til keppni í Evrópumóti unglingalandsliða. Þetta er fyrsta umferð EM 2022 og er leikið á svæðum víðsvegar um Evrópu en Ísland er hluti af NEVZA. Eins og sjá má á myndinni var tekin mynd á Keflavíkurflugvelli við brottför í morgun með Ísbirni og henni dreift á samfélagsmiðla Keflavíkurflugvallar og Blaksambandsins.

Í stúlknaflokki eru leikmenn fæddir 2006 og síðar en í drengjaflokki 2005 og síðar. Liðin spila sín mót á sitt hvorum staðnum í Danmörku, stúlkurnar eru í Köge og drengirnir í Hellehallen í Arre á Jótlandi. Ferðalagið í dag gekk vel að sögn fararstjóra og eru liðin með æfingu í kvöld en leikir í mótunum hefjast í fyrramálið. Leikdagar eru svo föstudagur, laugardagur og sunnudagur og kemur hópurinn heim á mánudag.

Í mótunum spila lið frá Íslandi, Danmörku, Færeyjum, Finnlandi og Noregi

Ísland mætir Finnlandi í drengjaflokki kl. 09.00 í fyrramálið að íslenskum tíma. Stúlkurnar mæta Noregi í fyrsta leik kl. 14.00 á morgun að íslenskum tíma.

Danirnir verða með beina útsendingu á Youtube – og má finna yfirlit leikja hér.

Leikjayfirlit og úrslitasíða er hér fyrir stúlknamótið.
Leikjayfirlit og úrslitasíða er hér fyrir drengjamótið.

Viðburðasíða stúlknamót á Facebook
Viðburðasíða drengjamót á Facebook