BLÍ 1 þjálfaranámskeið

Undanfarna mánuði hefur Blaksambandið verið að undirbúa menntunarkerfi fyrir þjálfara í blaki. Nú er komið að því að setja námskeiðin í gang en skráning verður opnuð á vefnum á mánudaginn fyrir BLÍ 1.

Þjálfaragráðurnar eru 5 talsins og er á dagskrá að þrjú námskeið verði í sumar auk prófs.

Skráning á BLÍ 1 fer fram á bli.felog.is  – opnar seinni partinn á mánudag.

Námskeiðið fer fram á ensku og má finna dagskrána hér á ensku

BLÍ 1 (20 einingar):  20.-21. Júní 2020

Laugardagur 20. júní – Fagrilundur (10 einingar)

09:00-09:45         Kynning á BLÍ námskeiði 1. (fundarsalur)
09:45-12:45         Fræðilegur hluti: Tækniatriði (uppspil, móttaka og undirhandar uppgjöf. (fundarsalur)

13:00-14:00         Hádegishlé

14:00-17:45         Verklegt: Uppspil, móttaka og uppgjöf (Íþróttahús)
17:45-18:30         Samantekt

Sunnudagur 21. júní – Fagrilundur  (10 einingar)

09:00-10:30         Fræðilegur hluti: Krakka- og unglingablak 1-1, 2-2, litlir leikir (fundarsalur)
10:30-12:45         Fræðilegur hluti: Tækniatriði yfirhandar uppgjöf og sókn. (fundarsalur)

13:00-14:00         Hádegishlé

14:00-17:45         Verklegt: yfirhandar uppgjöf og sókn. (Iþróttahús)
17:45-18:30         Samantekt

Í framhaldinu eru dagsetningar fyrir næstu námskeið, BLÍ 2 og BLÍ 3 en lokapróf úr námskeiðunum fer svo fram í ágúst.

BLÍ 2: 3.-5. Júlí 2020

Próf: Hæfileikabúðir BLÍ 14.-16. ágúst