BLÍ og Errea í samstarf

Í dag var undirritaður samningur við íþróttafata framleiðandann Errea en samningurinn er til fjögurra ára.

Í dag var undirritaður samningur við íþróttafata framleiðandann Errea en samningurinn er til fjögurra ára.

Blaksamband Íslands lýsir ánægju sinni með samninginn og vonast eftir löngu og farsælu samstarfi. Nýju keppnisbúningar og æfingafatnaður landsliðanna er einkar glæsilegur.

Errea er stór íþróttafata framleiðandi en Errea á Íslandi býður upp á fjölbreytt úrval af flottum æfingar og íþróttafatnaði fyrir allar íþróttir.
Allur fatnaður frá Errea er framleiddur eftir OEKO- TEX® Standard 100 stöðlum.

Blaksambandið þakkar Mizuno fyrir samstarfið á liðinum árum og fer með mikilli tilhlökkun inn í nýtt samstarf við Errea.