Einar Friðgeir Björnsson er liðsstjóri kvennaliðsins og hafði þetta að segja eftir fyrsta leik okkar stúlkna á móti Svartfjallalandi:
U21 kvennalandslið Íslands spilað flottan leik á móti heimakonum í Svartfjallalandi. Okkar stúlkur fóru rólega af stað í fyrstu hrynu en komu til baka og minnkuðu muninn. Fyrsta hrinan endaði 25 – 17.
Önnur hrinan var mun jafnari eins og stigaskorið 14 – 14 og 21 – 21 sýnir. Heimakonur unnu á endanum 25 – 22 sigur.
Þær fóru líka betur af stað í þriðju hrynu en Ísland var aldrei langt undan. Í stöðunni 24 – 19 töldu heimamenn að nú væri leikurinn búinn en okkar konur voru ekki sammála því og kræktu í 3 stig í viðbót. Þriðja hryna endaði 25 – 22 og leikurinn 3 – 0.
Stigahæst í liði Íslands var Líney Inga Guðmundsdóttir með 11 stig. Auk þess setti Ísland 6 ása. Góð barátta í skemmtilegum leik.
Hægt er að skoða myndir úr leik stúlknanna hér: https://www.cev.eu/national-team/age-group-championships/u21w/#photos
Næsti leikur er í dag, föstudaginn 20. maí kl. 15:00 að íslenskum tíma.
Guðrún Kristín Einarssdóttir, betur þekkt sem Gunna Stína, er liðsstjóri karlaliðsins og það er henni að þakka að strákarnir komumst allir á leiðarenda til Tyrklands. Landamæraeftirlitið í Tyrklandi gerði athugasemd við vegabréf eins leikmanns íslenska liðsins en Gunna Stína var ekki lengi að afgreiða það eins. Þeir munu aldrei gleyma Gunnu Stína!
Gunna Stína hafði þetta að segja eftir fyrsta dag strákanna í Tyrklandi:
Strákarnir í U22 spiluðu fyrsta leikinn sinn í dag í undankeppni EM. Þeir spila í C riðli ásamt Tyrklandi, Úkraínu og Danmörku. Fyrirfram eru lið Tyrklands og Úkraínu sterkust.
Ísland spiluði við Tyrkland i gærkvöld og var markmiðið að gera sitt besta og njóta augnabliksins í þessari frábæru höll þeirra og þessari miklu umgjörð.
Strákarnir stóðu sig vel og þá sérstaklega við að taka á móti þessum feikilega föstu uppgjöfum Tyrkjanna en lofthæðin í húsunum heima hefði ekki dugað því boltinn fór ansi oft mjög hátt upp en uppspilarnir gerðu vel og komu boltanum í leik.
Þar sem engin Libero var með í för þá tók Draupnir Kristjánsson að sér það hlutverk og leysti það með miklum sóma. Leikurinn tapaðist 3-0 og fóru hrinurnar 25-9, 25-12 og 25-14.
Stigahæstur Íslands var Valens Torfi Ingimundarson með 4 stig. Þess má geta að flestir leikmenn Tyrklands eru um og yfir 2 metrar á hæð og samt náðu strákarnir að blokka þá þrisvar sinnum.
Hægt er að skoða myndir frá leik strákanna hér: https://www.cev.eu/national-team/age-group-championships/u22m/#photos
Næsti leikur er við Úkraínu í dag, föstudag kl 13:00 að íslenskum tíma.