Fundargerðir 2008-2009

Alls voru 6 fundir bókaðir á starfsárinu en þess ber að geta að efnahagshrunið varð í október 2008. Í byrjun september hafði BLÍ verið mótshaldari NEVZA móts U19 á Akureyri. Mótið tókst frábærlega og náðist að reka það nokkurnveginn á sléttu. Efnahagsleg áhrif í landinu hafði þó víðtæk áhrif á starfsemi BLÍ, sérstaklega skuldalega séð. Tókst þó á endanum að halda úti íslandsmóti og landsliðum á þessu starfsári með ágætum.