Bæði U19 liðin spiluðu tvo leiki hvort í dag og lauk þeim því miður öllum með tapi.
Stákarnir byrjuðu á því að mæta Finnlandi, en Finnar eru með gífurlega sterkt lið og unnu leikinn 3-0 (25-13 25-18 25-17). Stigahæstir í íslenska liðinu voru þeir Valens Torfi Ingimundarson með 11 stig og Þórarinn Örn með 6 stig.
Í seinni leik dagsins mættu strákarnir liði Danmerkur. Ísland leiddi 2-0 en missti forskotið miður og tapaði í spennandi oddahrinu 3-2 (25-19, 25-16, 18-25, 18-25, 16-18). Stigahæstur í íslenska liðinu var Galdur Máni Davíðsson með 16 stig.
Stelpurnar mættu Svíþjóð í fyrsta leik dagsins. Leikurinn endaði með öruggum 3-0 (25-8 25-13 25-8) sigri Svía. Stigahæstar voru þær Eldey Hrafnsdóttir með 5 stig og Tinna Rut Þórarinsdóttir með 3 stig.
Í seinni leiknum mættu þær liði Noregs og tapaðist sá leikur líka. Stelpurnar tóku þó hrinu og það má byggja ofan á það í framhaldinu. Leikurinn fór 3-1 (25-18, 25-21, 20-25, 25-21). Eldey Hrafnsdóttir var stigahæst með 16 stig.
Á morgun mæta strákarnir Englandi kl.11:00 en eftir þann leik ræðst við hverja þeir leika í framhaldinu.
Stelpurnar hafa lokið leik í riðlakeppninni þar sem að þeirra riðill samanstóð af þremur liðum en ekki fjórum líkt og hjá strákunum.
Ef þær upplýsingar sem BLÍ hefur eru réttar þá leika þær í þriggja liða riðli um 5.-7. sætið ásamt Færeyjum og Englandi. Íslenska liðið mætir því öðru hvoru liðinu kl.16:00 á morgun.