Fyrstu umferðir Kjörísbikarsins

Skráning í Kjörísbikarinn 2023 er hafin og er skráningarfrestur til fimmtudagsins 1. desember.

Dregið var í „16“ liða úrslit í Kjörísbikarnum 2024 á skrifstofu BLÍ þann 1. desember.

Kvenna megin skráðu sig 6 lið fyrir utan úrvalsdeildarliðin 7 og byrja þau á að eigast við innbyrðis og fara þeir leikir fram fyrir 10. janúar.

UMFG – Afturelding: Spilaður 13.des, Afturelding vann 3-2 í æsispennandi leik.
Þróttur Reykjavík B – Blakfélag Hfj. : Spilaður 13. des, Blakfélag Hfj. vann 3-0.
HK Ý – Hamar: Mun spilast 7.jan

Þá munu eigast við sigurvegarar úr leik 1 og 2 á heimavelli sigurliðs úr leik 2, og sigurlið úr leik 3 fær heimaleik á móti úrvalsdeildarliði Þróttar Reykjavík, sem var neðst í deildinni eftir 1.umferð Unbrokendeildar. Þá standa eftir 2 lið sem bætast í hóp úrvalsdeildarliða í 8 liða úrslitin. Þessi leikir fara fram 10-17 janúar.

Afturelding – Blakfélag Hfj.: Mun spilast 10.jan kl. 20:00
Þróttur Reykjavík – HKÝ/Hamar

Karlamegi var aðeins 1 lið skráð fyrir utan úrvalsdeildarliðin 8. Það lið fær heimaleik við neðsta lið í úrvalsdeild eftir 1.umferð og spila þau um sætið í 8 liða úrslitum.

Sá leikur verður spilaður 10-17 janúar.