Blaksamband Íslands stendur fyrir hæfileikabúðum fyrir ungmenni 12-15 ára um helgina í Íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Um 50 þátttakendur eru skráðir í búðirnar frá félögum á landinu.
Búðirnar eru skipulagðar af afreksstjóra BLÍ, Burkhard Disch og yfirþjálfurunum Borja Gonzalez Vicente og Ana María Vidal Bouza. Þjálfarar úr þjálfaranámskeiðum BLÍ frá því í sumar verða í búðunum einnig til að sjá um þjálfunina.
Dagskrá
Föstudagur 21. ágúst
kl. 18:00 – 20:00 Æfing
Á þessari æfingu fá þátttakendur bol, tekin mynd af hverjum og einum ásamt hópmynd. Síðan er að sjálfsögðu æfing og hópnum raðað niður í minni hópa fyrir næsta dag.
Laugardagur 22. ágúst
kl. 8:30 – Mæting á æfingu
kl. 12:00 – Hádegisverður
kl. 12:30 – 13:30 Þrautir
kl. 13:30 – 16:30 Æfing
Sunnudagur 23. ágúst
kl. 8:30 – Mæting á æfingu
kl. 12:00 – Hádegisverður
kl. 13:00 – Lokaæfing með móti
kl. 15:30 – Sund