KA er Kjörísbikarmeistari kvenna árið 2022

KA frá Akureyri eru bikarmeistarar árið 2022 í kvennaflokki. Þær unnu Aftureldingu í háspennu leik sem fór í fimm hrinur.

Þetta var annar bikarmeistaratitill KA stúlkna en síðasti bikartitill kom í hús árið 2019.

Valdís Kapitola Þorvarðardóttir var valin besti leikmaður leiksins að honum loknum.

Blaksamband Íslands óskar KA innilega til hamingju með bikarmeistaratitilinn.