Íslandsmeistarar í strandblaki krýndir

Íslandsmótið í strandblaki fór fram um helgina í Fagralundi í Kópavogi. Mótið var sjötta og síðasta mótið í Celsius mótaröðinni í Strandblaki og voru Íslands- og stigameistarar krýndir á mótinu, bæði í karla og kvennaflokki. Umsjón mótsins var í höndum Blakfélags Hafnarfjarðar.

Í kvennaflokki kepptu 30 lið í fjórum deildum. Í karlaflokki kepptu 15 lið í tveimur deildum.

Úrslitaleik kvenna léku Hjördís Eiríksdóttir og Elísabet Einarsdóttir gegn Lindu Persson og Margréti Maren Guðmundsdóttur. Þær Hjördís og Elísabet sigruðu viðureignina nokkuð örugglega 2:0. (21:12 og 21:6).

Í leiknum um þriðja sætið léku Sladjana Smiljanic og Þórdís Guðmundsdóttir gegn Ásgerði Þórunni Hannesdóttur og Barbara Nowak. Sladjana og Þórdís sigruðu viðureignina 2:0 (21:9 og 21:19).

Linda Person sigraði svo stigakeppni kvenna með 437 stigum. Stigin eru þá heildarfjöldi stiga úr öllum stigamótum sumarsins.

Í karlaflokki léku Oscar Fernández Celis ásamt Miguel Mateo Castrillo gegn Bjarka Benediktssyni og Mateusz Klóska. Oscar og Miguel sigruðu viðureignina 2:0 (21:19 og 21:18).

Í leiknum um þriðja sætið léku Sigþór Helgason og  Dorian Poinc gegn Janis Novikovs og Austris Bukovskis. Sigþór og Dorian sigruðu viðureignina 2:0 (21:13 og 21:16).

Stigameistari í karlaflokki var svo Janis Novikok með 455 stig.

Úrslit í öðrum deildum má svo sjá hér fyrir neðan.

2. deild Kvenna

1. Sæti – Perla Ingólfsdóttir og Magdalena Sigurjónsdóttir.
2. Sæti – Alda Björg Karlsdóttir og Sigríður Eva Arngrímsdóttir.
3. Sæti – Katla Logadóttir og Ingunn Hlín Jónasdóttir.

2. Deild Karla

1. Sæti – David Gunnar Karnaa og Birgir Grétar Haraldsson.
2. Sæti – Úlfar Linnet  og Eiríkur Ástvald Magnússon.
3. Sæti – Gunnar Gunnarsson og Hannes Finnbogason.

3. Deild Kvenna (A Deild)

1. Sæti – Emelía Eiríksdóttir og Birna Ágústa Sævarsdóttir.
2. Sæti – Sigrún Lóa Kristjánsdóttir og Sigrún María Guðjónsdóttir.
3. Sæti – Hafdís Ósk Pétursdóttir og Sveinbjörg Jónsdóttir.

3. Deild Kvenna (B Deild)

1. Sæti – Ragnheiður Eiríksdóttir og Birna Eiríksdóttir.
2. Sæti – Anna Birna Þorvarðardóttir og Elísabet Stefánsdóttir.
3. Sæti – Eyrún Sara Helgadóttir og Erna Bergþóra Einarsdóttir.

Myndir: Anna Margrét Einarsdóttir