Þjálfaranámskeið BLÍ 2022

Skráning á BLÍ 1 þjálfaranámskeið sem verða haldin á næstu vikum er enn opin – sportabler.is/shop/bli

Í Mosfellsbæ 16.-19. ágúst (skráning lokar 15/8)
Á Akureyri 23.-26. ágúst (skráning lokar 22/8)

Námskeiðin verða bæði á netinu og verkleg og má sjá uppkast að dagskrá hér að neðan. Skráning fer fram á Sportabler (https://www.sportabler.com/shop/bli ) og kostnaður við námskeiðið er 35.000. Innifalið er öll kennsla og námsgögn og léttar veitingar á meðan á námskeiðinu stendur.  Við hvetjum fólk til þess að sækja um niðurgreiðslu á námskeiðinu hjá sínu verkalýðsfélagi.  

Námskeiðið er sérgreinahluti af 1. stigi ÍSÍ þjálfunarmenntunar og að loknu þessu námskeiði á þjálfarinn að geta skipulagt og stjórnað æfingatíma hjá börnum og unglingum á byrjendastigi.  

Þri 16/8 (23/8) – fjarkennsla
17:30 – 17:45 1 ein Kynning á námskeiðinu og markmiðum BLÍ 1
17:45 – 21:30 4 ein Fræðilegur hluti 1: Tækni – uppspil, móttaka, (ein 15 mín pása)
Mið 17/8 (24/8) – fjarkennsla
17:30 – 21:30 2 ein Fræðilegur hluti 2: Krakka og unglingablak 1-1, 2-2, leikir
3 ein Fræðilegur hluti 3: Tækni – undir og yfirhandaruppgjöf, sókn (ein 15 mín pása)
Fim 18/8 (25/8) – í íþróttahúsi
17:30-21:30 3 ein Verklegur hluti 1: uppspil og móttaka (ein 15 mín pása)
1 ein Samantekt á hluta 1
Fös 19/8 (26/8) – í íþróttahúsi
9:30-12:00 3 ein Verklegur hluti 2: undir og yfirhandauppgjöf
12:00-12:45 Hádegishlé
12:45-15:30 2 ein Verklegur hluti 2 frh: sókn og leikir
1 ein Samantekt á hluta 2

16:15 Fundur með þjálfurum hæfileikabúða
17:00 Hæfileikabúðir byrja

Þjálfaranámskeiðin eru haldin í samstarfi við Hæfileikabúðir BLÍ og hvetjum við alla þá sem taka þátt í námskeiðinu að þjálfa í búðunum í framhaldi af námskeiðinu (sem launaður starfsmaður). 

Smakvæmt reglugerð um menntunarskilyrði þjálfara innan vébanda Blaksamband Íslands þá viljum við benda á að á næsta tímabili (2023-24) verður gerð krafa til allra félaga að vera með menntaða þjálfara fyrir krakka. Við vonum einnig að félög sjái sér hag í að senda þjálfara á námskeið hjá ÍSÍ og BLÍ til að auka færni og þekkingu og að þjálfarar geti unnið sér inn launahækkanir í samræmi við menntun. 

Námskeiðin eru háð lágmarksþátttöku (6 manns).

Þjálfaranámskeið BLÍ eru haldin eftir þörfum og aðsókn á öðrum stöðum á landsbyggðinni. Ef áhugi er fyrir að halda námskeið, vinsamlegast hafið þá samband við formann fræðslu- og útbreiðslunefndar (motastjori@bli.is).